Vestmannaeyjaferja
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson):
    Hæstv. forseti. Ég held að menn þurfi ekki að deila svona. Ég held að það sé alveg ljóst og það hafi komið í ljós í fyrra að málið var ekki á réttu róli. Það var nauðsynlegt að vinna að því með fjmrn., samgrn., með fjvn., en því miður hafði þetta ekki verið gert. Svona mál verður að vinna með öllum þeim sem afstöðu verða taka, Alþingi og fjvn. svo og að það ráðuneyti sem ég nefndi sé með í ráðum. Þess vegna er það mín skoðun að með klaufalegum hætti hafi fyrri ríkisstjórn tafið þetta mál. Nú fagna ég því að málið er komið á rétt ról og ítreka að ég þakka ráðherranum svör hans.