Lækkun vaxta á spariskírteinum
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Það gildir hið sama um samninga við lífeyrissjóðina og samninga við bankastofnanir og hliðstæða aðila um sölu spariskírteina ríkissjóðs. Ég tel ekki rétt að vera að ræða í þingsölum þau atriði sem þar eru á viðkvæmu stigi í samningum og fullur skilningur var á af hálfu fyrirspyrjanda í þessu máli og tel þess vegna ekki eðlilegt að ég fari að ræða hér og nú einstök atriði sem koma fram á ákveðnum stigum þeirra samninga sem nú fara fram.