Halldór Blöndal:
    Virðulegi forseti. Ég spurði forseta Sþ. að því hvenær mín fsp. gæti komist að og hann fullvissaði mig um að það gæti orðið fyrir kl. 12. Ég get að vísu ekki áttað mig á því hversu lengi umræður um fsp. eru, en auðvitað get ég reynt að gera ráðstafanir til þess að þeir sem ég hafði boðað til fundar bíði þeim mun lengur og skal gera það samkvæmt beiðni forseta. En það er alveg nauðsynlegt þegar maður spyr sérstaklega um hvernig vinnubrögðum er hagað í þinginu að maður fái um það svör sem hægt er að treysta.