Orkufrekur iðnaður
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Friðrik Sophusson:
    Virðulegur forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa talað um nauðsyn þess að leitað sé að tækifærum til að byggja upp orkufrekan iðnað annars staðar en á suðvesturhorninu. Mér rennur blóðið nokkuð til skyldunnar þegar minnst er á markaðsskrifstofu iðnrn. og Landsvirkjunar og vil minna á það að Reyðarfjarðarverkefnið var einmitt sent til þessa aðila og enn fremur tekið skýrlega fram, eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra, að sú skrifstofa ætti ekki síður og kannski frekar að sinna þörfum landsbyggðarinnar.
    En ég hef áhyggjur, virðulegur forseti, af einu og mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra af því tilefni. Í fjárlagafrv. er aðeins gert ráð fyrir fjármunum til skamms tíma til þessarar markaðsskrifstofu. Því langar mig til að spyrja hæstv. ráðherra: Verður ekki séð fyrir fjármunum til þessarar skrifstofu út næsta ár?