Raforkuverð til fyrirtækja
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Fyrirspyrjandi (Friðrik Sophusson):
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir einkar athygli verð svör. Það kom fram í svari hans að ekki sé hægt að hækka orkuverð til annarra til að mæta þessum yfirlýsingum hæstv. ríkisstjórnar á meðan verðstöðvun gildir. Samt, virðulegur forseti, er þessi yfirlýsing um 25% lækkun á raforkuverði gefin út í tengslum við svokallaðar fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem voru settar fram á fyrsta degi í stjórnartíð hennar og gert ráð fyrir afkomubata hjá frystingunni upp á 0,5% af þessum sökum. Sýnir þetta best hvernig málum er komið og hvers konar efndir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar hljóta.
    En ég þakka hreinskilið svar hæstv. ráðherra.