Búminjasafn á Hvanneyri
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Albert Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Ég bið afsökunar á því að önnur skyldustörf komu í veg fyrir að ég heyrði umræðurnar sem hingað til hafa átt sér stað í þessu máli, en áður en hæstv. forseti breytir sinni ákvörðun um að klára þetta mál og vísa því til nefndar vildi ég gjarnan mega biðja um skýringar og ástæðu fyrir frestun á máli sem þessu því ástæðan hlýtur að þurfa að vera mjög sterk og góð. Rökin fyrir frestun í máli sem hér er á dagskrá hljóta að þurfa að vera mjög sterk og þjóðinni fyrir mjög góðu til þess að þessu máli verði frestað. Ég óska eftir að fá að vita þá ástæðu.