Búminjasafn á Hvanneyri
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Eiður Guðnason:
    Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir því að þessari umræðu yrði frestað um stund þannig að 1. og 2. þm. kjördæmisins gætu verið viðstaddir umræðuna. Það var rökstutt. Við því var orðið, þeir hafa tekið þátt í umræðunni og ég hef ekkert meira um þann þátt málsins að segja. Ég vil hins vegar hér og nú vísa fullyrðingum og sleggjudómum hv. þm. Inga Björns Albertssonar á bug sem órökstuddum og alröngum.