Búminjasafn á Hvanneyri
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Alexander Stefánsson:
    Virðulegi forseti. Það var ekki, eins og ég lýsti í mínu stutta spjalli áðan, meining mín að ræða efnislega þetta mál við hv. þm. Inga Björn Albertsson. Hann hefur opinberað sinn málflutning og hvernig hann hefur staðið að þessum málum og ekkert meira um það að segja. En ég kom hérna upp til að lýsa því yfir að það sem hann var að segja um mig og hv. 2. þm. Vesturl. er eintóm skröksaga þannig að maðurinn veit ekkert hvað hann er að tala. Auðvitað fékk hann ekki grg. í hendur, hv. þm. Ingi Björn Albertsson, vegna þess að hann hafnaði því að bíða eftir henni, grg. sem skólinn óskaði eftir að vinna og var búinn að leggja vinnu í það heilan mánuð að semja þetta fyrir okkur og sendi það með eðlilegum hætti svo að við þingmenn Vesturlands gætum skoðað málið. En hv. þm. gat ekki beðið eftir svoleiðis vinnbrögðum því sumir menn eru þannig gerðir að þeir þurfa að reyna að slá sér upp á annarra kostnað.