Bætt samkeppnisstaða innlends skipaiðnaðar
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Flm. (Stefán Guðmundsson):
    Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að fara fram á það við forseta að hann tjái mér og öðrum sem hér eru inni og hafa áhuga á þessu máli hvort við megum vænta þess að þetta mál verði tekið á dagskrá að nýju fyrir jólaleyfi þingmanna. Það eru hundruð manna í þessari atvinnugrein sem eru að missa atvinnu sína í dag. Á sama tíma streyma þessi verkefni úr landi til að styrkja stöðu erlends skipaiðnaðar og skipaiðnaðarmanna. Milljarðar kr. fara þannig úr landi. Hér er ekki um smámál að ræða. Hundruð Íslendinga eru að missa atvinnu sína í dag vegna þessa aðgerðarleysis. Og þess vegna spyr ég, forseti: Má ég vænta þess að þetta mál komist á dagskrá þingsins áður en jólaleyfi þingmanna hefst?