Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins taka fram við 1. umr. þessa máls að við kvennalistakonur teljum rétt og nauðsynlegt að gera þá breytingu sem hér er verið að leggja til. Ég vil láta þess getið að þingflokkur Kvennalistans fékk gott tækifæri til þess að kynna sér þetta mál í fyrra þegar við fengum frv., þá enn á vinnslustigi, frá þáv. hæstv. dómsmrh. Við áttum síðan aðild að þeirri nefnd sem starfaði í sumar að þessu máli og höfum því skrifað undir álit hennar. Ég vildi aðeins að það kæmi fram að við erum sammála meginefni þessarar breytingar og ég vil einnig taka undir þá skoðun sem kom fram í máli hæstv. dómsmrh. að lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli ætti að okkar mati að heyra undir hans ráðuneyti.