Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Sighvatur Björgvinsson:
    Virðulegi forseti. Það hafa komið fram ábendingar og athugasemdir varðandi eina tillögu sem á að fara að bera upp undir atkvæði, þ.e. tillögu 33 á þskj. 253, þar sem vafi leikur á um að allt komi þar fram sem varðaði afgreiðslu fjvn., og það er sjálfsagt að taka það til skoðunar og afgreiða þá ekki málið fyrr en menn eru búnir að sannfæra sig um að hér sé rétt flutt tillaga. Ég leyfi mér því, virðulegi forseti, að draga til baka tillögu 33, hún er á bls. 14, til þess að mönnum gefist kostur á að skoða þær afgreiðslur sem þarna áttu sér stað.