Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Halldór Blöndal:
    Virðulegi forseti. Hér er ekki um háa fjárhæð að ræða til Háskólans á Akureyri, enda hafa áhrifamiklir menn haldið því fram að nóg sé að hafa einn háskóla á Íslandi. Á hinn bóginn er hækkunin ætluð til verkefnaráðningar starfsmanns í hálft ár til undirbúnings kennslu í sjávarútvegsfræðum norður þar. Ég fagna því að sú viðurkenning skuli fengin að kennsla í sjávarútvegsfræðum skuli verða við Háskólann á Akureyri og segi já.