Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Kjartan Jóhannsson:
    Herra forseti. Þótt ekki sé um háa upphæð að ræða skaðar ekki að geta þess að samkvæmt sundurliðun eru í lið 33 8 millj. kr. til Seltjarnarness sem eingöngu eru ætlaðar til uppbyggingar á heilsugæslustöð þar fyrir Reykjavíkurhérað, fyrir vesturhluta Reykjavíkur. Uppbyggingu fyrir Seltjarnarnes hefur þegar lokið, en stöðin þar á að þjóna vesturbæ Reykjavíkur og þessi fjárveiting er til þeirra hluta og mun því nýtast Reykvíkingum. Ég segi já.