Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Verður nú gengið til atkvæða um 6. gr. frv. Fram hefur komið ósk frá hv. 2. þm. Norðurl. e. um að liður 6.3 verði borinn upp sérstaklega. Forseti mun þá gera tillögu um að 6.3 verði borin upp fyrst, síðan greinin í heild. ( Gripið fram í: Fyrst liðir 1.1 til 6.2.) Forseti fellst á það. Atkvæðagreiðsla fer nú fram um 6. gr. fjárlaga, lið 1.1 til og með 6.2, og fer fram nafnakall. ( HBl: Ég bið um að liður 5.9. verði líka borinn upp sérstaklega.) Sú ósk er of seint fram komin. Ég bendi hv. þm. á að atkvæðagreiðsla er hafin. Ég mun þrátt fyrir þetta af alkunnri mildi gefa hv. 2. þm. Norðurl. e. orðið um þingsköp. ( JE: Það er ekki hægt fyrr en atkvæðagreiðslu er lokið.)