Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Þorsteinn Pálsson:
    Frú forseti. Atkvæðagreiðslan var ekki hafin þegar hv. 2. þm. Norðurl. e. óskaði eftir því að liður 5.9 yrði borinn upp sérstaklega. Ég sé ekki nein rök gegn því að hann verði borinn upp sérstaklega, engin efnisleg rök, þvert á móti er það eðlileg ósk að fara fram á að liðurinn verði borinn sérstaklega undir atkvæði, og mælist eindregið til þess við forseta að hann beri greinina þannig upp að þessi liður komi einnig sérstaklega til atkvæðagreiðslu. Það á ekki að tefja fundinn svo nokkru nemi.