Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Albert Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Það er ekki vitað hvort hér er um ákveðið húsnæði að ræða eða undir hvaða starfsemi Stjórnarráðsins á að kaupa húsnæði eða fá leyfi til að kaupa húsnæði. Á meðan ríkið notar ekki það húsnæði sem þegar hefur verið keypt, eins og gríðarlega mikið laust húsnæði í mjólkurstöðinni gömlu sem ekki hefur verið tekið í notkun, verð ég að sitja hjá. Ég greiði ekki atkvæði, tel tillöguna óþarfa.