Eiturefni og hættuleg efni
Laugardaginn 17. desember 1988

     Frsm. heilbr.- og trn. (Guðrún Helgadóttir):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 262 frá heilbr.- og trn. um frv. til l. um breytingu á lögum um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52/1988. Hér er um að ræða samkomulagsmál sem komið er frá Ed. og þar var lagt til að frv. yrði samþykkt óbreytt.
    Hér er um að ræða breytingu á eiturefnanefnd og eru þær í því fólgnar að sú krafa var gerð að einn nefndarmanna skuli vera efna- eða verkfræðingur með sérþekkingu á notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, en það er talið nægjanlegt að um sé að ræða mann með sérþekkingu á notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og til útrýmingar meindýra.
    Hv. heilbr.- og trn. Nd. fjallaði um málið og varð sammála um að mæla með samþykkt þess óbreytts. Undir nál. skrifa Guðrún Helgadóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Ragnhildur Helgadóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Jón Kristjánsson og Geir H. Haarde, en Guðmundur G. Þórarinsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.