Umhverfisfræðsla
Þriðjudaginn 20. desember 1988

     Kristín Einarsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd flm. þessarar till. þakka hv. félmn. fyrir afgreiðslu þessa máls. Það hljóta allir að vera því sammála að nauðsynlegt er að gera stórátak á sviði umhverfismála. Fræðsla er einn nauðsynlegur þáttur í því átaki, bæði í skólum og á meðal almennings. Ég vænti þess að hv. alþm. veiti þessari till. stuðning og síðan að framkvæmdarvaldið taki hana þegar til meðferðar.