Menningarsjóður félagsheimila
Þriðjudaginn 20. desember 1988

     Jón Kristjánsson:
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. félmn. fyrir afgreiðslu á þessu máli og ég tel þá brtt. sem hún flytur við frv. viðunandi niðurstöðu, enda vissi ég af þessari afgreiðslu. Ég tel að hún staðfesti þann vilja, ef samþykkt verður, að Alþingi hefur það markmið að sjóðurinn stuðli betur en nú að aukinni menningarstarfsemi á landsbyggðinni. Það var aðaltilgangurinn með þessari tillögugerð að festa sjóðinn í sessi í þeim breytingum sem nú eru fram undan í sambandi við Félagsheimilasjóð og ég vil aðeins endurtaka að ég er samþykktur þessari afgreiðslu og þakka nefndinni fyrir skjót viðbrögð.