Fyrirspurn um þjóðargjaldþrot o.fl.
Þriðjudaginn 20. desember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadótir):
    Ég hlýt að upplýsa þingmanninn um að hér fara fram umræður um þingsköp. Því verður ekki breytt. Það hefur ekki verið beðið um utandagskrárumræðu að þessu sinni með eðlilegum fyrirvara þannig að hún verður ekki leyfð. Ég tel heldur ekki að fyrirspurn hv. þm. hafi verið svarað. Henni ber að svara í fyrirspurnatíma. Ég mun í samráði við forseta þingsins og þingflokksformenn reyna að finna tíma til þess að þeim fyrirspurnum sem ósvarað er innan þess tíma sem ákveðinn er megi verða svarað. Ég vil hins vegar upplýsa að ég hygg að oft hafi verið farið í jólaleyfi með verra registur því að hér er í þinginu nú 13 fsp. ósvarað sem beðið hefur verið um munnlegt svar við, þar af eru fimm alveg nýjar. Tólf fsp. bíða skriflegs svars og margar hverjar þeirra eru líka tiltölulega nýlega fram lagðar, þannig að ég held að hér sé ekki um neitt óeðlilegt ástand að ræða. En ég vil leyfa hv. 2. þm. Norðurl. e. að ljúka máli sínu um þingsköp en ekki annað.