Guðrún Helgadóttir:
    Virðulegi forseti. Félmn. hefur fjallað um frv. til laga um breytingu á lagaákvæðum og niðurfellingu laga vegna breytinga á skipan sveitarstjórnarmála samkvæmt sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.
    Á fundi nefndarinnar kom Þórhildur Líndal, deildarstjóri í félmrn., og veitti nefndinni upplýsingar.
    Frv. felur í sér fyrst og fremst tvenns konar breytingar. Í fyrsta lagi er verið að fella brott hugtakið ,,sýslunefndir`` í fjölmörgum lögum þar sem slíkar nefndir voru lagðar niður með sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986. Í öðru lagi eru felld brott ýmis úrelt lög og er það í tengslum við þá sömu breytingu sem gerð var með sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.
    Nefndin varð sammála um að athuguðu máli að samþykkja frv. eins og það liggur fyrir. Undir nál. skrifuðu 20. des. 1988 Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jón Kristjánsson, Alexander Stefánsson, Kristín Einarsdóttir, Geir H. Haarde, Eggert Haukdal og Guðrún Helgadóttir.