Efnahagsaðgerðir
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Ragnhildur Helgadóttir:
    Herra forseti. Hér stendur enn óbreytt í gildistökuákvæði frv. atriði sem ég tel gefa hættulegt fordæmi í okkar stjórnarfari, en það er að hér stendur að hluti bráðabirgðalaga taki ekki gildi fyrr en löngu eftir að þing er komið saman. Ég tel afar vafasamt að slíkt geti staðist og það gefur afar hættulegt fordæmi. Þess vegna get ég ekki samþykkt þessa grein eins og hún er. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari grein. Ég vonast til að slíkt eigi ekki eftir að henda okkur aftur því að þessi aðferð gæti orðið mjög hættuleg í okkar landi.