Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Kristín Halldórsdóttir:
    Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. 2. minni hl. fjh.- og viðskn. er Kvennalistinn þeirrar skoðunar að það beri að skattleggja eignir sem eru umfram hófleg mörk svo sem ætlunin er skv. 19. gr. Í meðförum nefndarinnar voru viðmiðunarmörkin vissulega hækkuð og það teljum við til bóta, en við teljum að þessi tillaga og hækkunin sé ekki grundvölluð á nægilega miklum athugunum og því greiði ég ekki atkvæði.