Vörugjald
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. (Ingi Björn Albertsson):
    Hæstv. forseti. Þetta er alveg makalaust. Ég eiginlega skil ekki hvað þarf til að fá hæstv. ráðherra hér upp og svara þeim spurningum sem fyrir eru lagðar. Það er ákveðið mál til umræðu sem heyrir undir þennan hæstv. ráðherra og hann fæst ekki hér upp til að svara þeim spurningum sem þarf og er eðlilegt að spyrjast fyrir um. Ég leita til hæstv. forseta með það að koma því til leiðar að hæstv. ráðherra taki þátt í umræðum og svari þeim fyrirspurnum sem lagðar eru fyrir hann. (Forseti: Forseti tekur fram að hann hlutast ekki til um hverjir kveðja sér hljóðs.)