Tekjuskattur og eignarskattur
Fimmtudaginn 22. desember 1988

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Það undanhald sem ég lýsti í fáum orðum áðan felst í því tekjutapi sem hv. síðasti ræðumaður var að spyrja um. Það hefur engin grein verið gerð fyrir því af ráðandi mönnum í þinginu hversu mikið tekjutap felst í breytingunum á tekjuskattslögunum eða þessari breytingu á vörugjaldsfrv. frá því sem áður var ráðgert. Þetta undanhald er undanhald skattpíningaraflanna í þinginu en áfangasigur fyrir almenning í landinu.