Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Miðvikudaginn 04. janúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hefur svohljóðandi bréf:
    ,,Stefán Valgeirsson, 6. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Vegna veikinda get ég ekki setið fundi Alþingis á næstunni. Leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska eftir því að 1. varamaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra, séra Pétur Þórarinsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Kjartan Jóhannsson,

forseti Nd.``

    Samkvæmt þessu bréfi og skv. 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf séra Péturs Þórarinssonar, 1. varamanns Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra. Gert verður hlé á fundinum meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]