Erfðalög
Miðvikudaginn 04. janúar 1989

     Salome Þorkelsdóttir:
    Hæstv. forseti. Ég á sæti í hv. allshn. sem fær frv. til meðferðar, en ég vildi aðeins við 1. umr. lýsa stuðningi mínum við frv., fagna því að það er komið fram. Ég hef litið á það sem réttlætismál að gera slíkar breytingar á erfðalögunum eins og hér er gerð tillaga um og ég hef talið löngu tímabært að leiðrétta erfðalögin í þessa veru.
    Ég tek undir að að sjálfsögðu fær nefndin þetta til umfjöllunar og getur þá hugað betur að einstökum greinum, en ég vildi aðeins láta í ljós stuðning minn hér við 1. umr.