Fjárlög 1989
Föstudaginn 06. janúar 1989

     Guðmundur Ágústsson:
    Hæstv. forseti. Þær brtt. sem ég geri á þskj. 418 eru, eins og fram hefur komið hjá hv. 2. þm. Norðurl. v., unnar af stjórnarandstöðunni í fjvn. og hefur það ekki farið milli mála. Hins vegar er það ekki rétt að það hafi verið að hans frumkvæði sem þessar tillögur voru útbúnar heldur af fulltrúa Borgfl. Þessar tillögur voru unnar af Ríkisendurskoðun og eru tillögur sem Ríkisendurskoðun hafði samið um hvernig koma mætti fyrir sparnaði í ríkiskerfinu. Ég tel að tillögur eins og hér er verið að ræða um séu þess eðlis að það mætti koma með þær fyrir Alþingi. Ég tel að þarna hafi á engan hátt verið unnið óheiðarlega heldur hafi þeim verið gert kunnugt um, bæði fulltrúum Kvennalista og Sjálfstfl., að þessar tillögur mundu verða lagðar fram af fulltrúa Borgfl. Ég segi já.