Fjárlög 1989
Föstudaginn 06. janúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þessara orða hv. 2. þm. Vestf. tel ég að hann hafi misskilið orð hv. 11. þm. Reykv. Það er vitaskuld algengt að flm. láti vinna tillögur fyrir sig og ég tel ekki að þingmaðurinn hafi tekið svo til orða að Ríkisendurskoðun hafi flutt þetta mál. En vitaskuld er það réttur skilningur að flm. eru ábyrgir fyrir hverri þeirri tillögu sem lögð er fram á hinu háa Alþingi.