Frestun á fundum Alþingis
Föstudaginn 06. janúar 1989

     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Virðulegi forseti. Á þskj. 405 legg ég fram tillögu um frestun á fundum Alþingis. Í þessu þskj. er lagt til að Alþingi komi saman á ný ekki síðar en 6. febr. nk.
    Í þessu sambandi vil ég taka fram að ríkisstjórnin hefur ekki hug á að nota heimild til setningar bráðabirgðalaga á þessu tímabili. Ef óvæntar ástæður ráða því hins vegar að slík lagasetning yrði nauðsynleg mun ég hafa um það samráð við stjórnarandstöðuna á Alþingi og ef hún óskar þess mun ég leggja til við forseta Íslands að Alþingi komi saman fyrr til að afgreiða slík lög.
    Ég geri ekki tillögu um nefnd, en í þessari umræðu legg ég til að málinu verði vísað til síðari umræðu.