Stofnlánadeild landbúnaðarins
Föstudaginn 06. janúar 1989

     Guðmundur Ágústsson:
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að vera langorður. Ég ætlaði einungis að fagna frv. og lýsa yfir ánægju minni yfir því að hæstv. landbrh. skuli leggja það fram. Það má deila um margt í frv., en ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að gera það.
    Það er skoðun þeirra sem við fiskeldismál vinna að frv. geti leitt til góðs og þeir standa heils hugar á bak við þetta hefur mér skilist. Ég tel það eitt nægja til þess að ég muni ekki greiða atkvæði á móti frv.
    Ég vildi rétt koma hér upp til að lýsa þeirri skoðun minni og fagna þessu frv., en mun vonandi fá tækifæri til að ræða þetta nánar í nefnd sem áheyrnarfulltrúi, þó ég eigi ekki þar sæti.