Framhaldsfundir eftir þingfrestun
Mánudaginn 06. febrúar 1989

     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Virðulegi forseti. Hinn 25. jan. sl. var gefið út svohljóðandi forsetabréf:
    ,,Forseti Íslands gerir kunnugt:
    Ég hef ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 6. febr. 1989, kl. 14.00.
Gjört í Reykjavík, 25. janúar 1989.

Vigdís Finnbogadóttir.

Steingrímur Hermannsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.``
    Fundir Alþingis hefjast því á ný. Hæstv. forseta, hv. alþm. og starfsmenn Alþingis býð ég velkomna til starfa og lýsi þeirri von minni að þingstörfin megi verða Alþingi til vegs og virðingar og landi og lýð til góðs.