Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 06. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 6. febr. 1989:
    ,,Formaður þingflokks Sjálfstfl. hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem Eyjólfur Konráð Jónsson, 8. þm. Reykv., er erlendis og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að hans beiðni að óska þess að Sólveig Pétursdóttir, 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.
Jón Helgason,

forseti Ed.``

    Sólveig Pétursdóttir hefur áður tekið sæti á hinu háa Alþingi og ég býð hana velkomna til starfa.