Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Frsm. kjörbréfanefndar (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hafa borist þrjú erindi, í fyrsta lagi kjörbréf Jóhönnu Þorsteinsdóttur, 1. varamanns Samtaka um kvennalista í Norðurlandskjördæmi eystra, er tæki sæti Málmfríðar Sigurðardóttur, í öðru lagi kjörbréf Auðar Eiríksdóttur, 2. varamanns Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra, er tæki sæti Stefáns Valgeirssonar, í þriðja lagi kjörbréf Sigríðar Hjartar, 2. varamanns Framsfl. í Reykjavík, er tæki sæti Guðmundar G. Þórarinssonar.
    Kjörbréfanefnd hefur farið yfir þessi kjörbréf og leggur til með mikilli ánægju að þau verði samþykkt þar sem hér er allt um konur að ræða.