Fjölskylduráðgjöf
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Það er venja að það fylgi frv. hver sé flm. þess og eins og það frv. sem nú er vísað til nefndar lítur út á þingskjölum virðist það flutt af hæstv. félmrh. sem einstaklingi og er þá viðkunnanlegt að fram komi nafn þingmannsins. ( Menntmrh.: Þetta er stjórnarfrumvarp.)