Vinnubrögð í Seðlabanka Íslands
Miðvikudaginn 08. febrúar 1989

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Eitthvað hefur hv. 1. þm. Suðurl. misheyrst því það gekk alveg skýrt fram af mínu máli að teldu menn það alveg óhjákvæmilegt og nauðsynlegt að skilja mælskulist hæstv. utanrrh. bókstaflega --- og í einangrun --- væri ég alls ekki sammála yfirlýsingu hans. Ég svaraði því hins vegar að það væri best að starfslið þessarar stofnunar svaraði ummælunum sjálft, fyrst og fremst með farsælu og vel unnu starfi. Þetta er kjarni málsins.