Salome Þorkelsdóttir:
    Hæstv. forseti. Ég vildi aðeins í örfáum orðum lýsa stuðningi mínum við meginmarkmið till. sem hér er til umræðu og ég vil einnig taka undir þau sjónarmið sem koma fram í grg. með tillögunni. Ég hef svo oftlega lýst skoðun minni og ég hef aldrei getað skilið það að á sama tíma og það þykir sjálfsagt að kennurum sé tryggð aðstaða eða mötuneyti í skólum eru nemendur settir út í kuldann. Ég hef oft bent á að kannski væri sú leið fær, ef ekki er hægt að tryggja báðum aðilum, starfsmönnum skóla og nemendum, slíka aðstöðu, að hafa endaskipti á hlutunum og láta nemendurna fara í mötuneyti kennaranna.
    Ég lýsi sem sagt stuðningi mínum við till. sem hér er flutt.