Bætt samkeppnisstaða innlends skipaiðnaðar
Fimmtudaginn 09. febrúar 1989

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Örstutt athugasemd í tilefni af því sem fram kom hjá hv. 2. þm. Norðurl. e. Ég mun gera um það tillögu að af lánum, sem tekin eru til að endurlána innlendum skipasmíðastöðvum vegna meiri háttar endurbóta á fiskiskipum, sem ég tel vera i þágu sjávarútvegsins og til að tryggja samkeppnisstöðu innlendra skipasmíðastöðva, verði felldur niður lántökuskatturinn með tilvísun til 4. tölul. 3. mgr. 19. gr. laganna um ríkisfjármál og lánsfjármál eins og þeim var breytt á þinginu 22. des. sl.
    Meira ætla ég ekki að segja um þetta að sinni, en mun undirbúa málið á þann hátt sem ég hef nú lýst.