Breytingar á dagskrá
Þriðjudaginn 14. febrúar 1989

     Forseti (Óli Þ. Guðbjartsson):
    Fleiri hafa ekki kvatt sér hljóðs um þingsköp og er því þingskapaumræðunni lokið, en miðað við þær umræður sem hér hafa farið fram og í þann farveg sem þær hafa fallið hefur forseti ákveðið að fresta áðurgerðri ætlan sinni að taka fyrir sjötta og sjöunda mál á dagskrá og mun nú verða fyrir tekið fyrsta dagskrármálið, og ætti þá flest að falla í ljúfa löð.