Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1989

     Flm. (Sólveig Pétursdóttir):
    Hæstv. forseti. Ég bið forláts á því ef ég hef á nokkurn hátt vanvirt stöðu varaþingmanns Kvennalistans sem er stödd í salnum. Ég átti að sjálfsögðu við 6. þm. Reykv., hv. þm. Guðrúnu Agnarsdóttur, þar sem við höfum átt saman viðræður um þetta mál. Hún tjáði mér að Kvennalistinn gæti ekki verið meðflm. á þessu máli og var mér fullkunnugt um það. Reyndar tjáði hún mér líka um sjöleytið í gærkvöld að hún mundi taka til máls í þessu sama máli. Vona ég að þessi misskilningur sé þar með leiðréttur.