Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill upplýsa að sl. mánudag var þetta mál hér á dagskrá, fjmrh. var þá viðstaddur en hv. þm. veðurtepptur utan Reykjavíkur. Sú er ástæðan fyrir því að málið var ekki tekið fyrir þá, en annað mál af tveimur hv. þm. var þá flutt.
    Ég skal verða við því að þessu sinni að doka við með að taka annan dagskrárlið fyrir. Hins vegar mætti það æra óstöðugan ef enginn hv. þm. gæti mælt fyrir máli nema viðkomandi ráðherra sé viðstaddur. Þá er ég hrædd um að þinghaldið gengi hægt.