Þorsteinn Pálsson:
    Frú forseti. Hér hefur verið hreyft mjög þörfu máli og það kom fram í ræðu hv. flm. að reyndar hefði því verið hreyft á þinginu í fyrra en ekki fengist afgreitt úr nefnd á þeim tíma og mér þykir miður að heyra að þannig skyldi hafa farið með þetta mál á því þingi. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé mjög mikilvægt atriði og hafi býsna mikla þýðingu fyrir þróun frjálsra viðskipta í heiminum, en ég tek eftir því að við þessa umræðu er hæstv. fjmrh. ekki viðstaddur og reyndar sé ég að enginn hæstv. ráðherra í ríkisstjórn Íslands er viðstaddur umræðuna. Það er mjög brýnt að við þessa umræðu komi fram álit ríkisstjórnar Íslands á þessu viðfangsefni og afstaða hæstv. fjmrh. til þessarar tillögu. Ég óska þess vegna eftir því að hæstv. fjmrh. verði þegar í stað kallaður til fundarins þannig að við getum heyrt afstöðu hans til tillögunnar.