Efnahagsaðgerðir
Föstudaginn 17. febrúar 1989

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Spurningum hv. þm. Þorsteins Pálssonar er fljótsvarað. Það er enginn ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um stefnu stjórnarinnar í atvinnu- og efnahagsmálum eins og henni hefur verið lýst af forsrh., mér og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
    Spurning nr. 2 var um það hvort ég styddi það frv. í þeim búningi sem það er hér til afgreiðslu. Svarið við þeirri spurningu er já.