Varaflugvöllur
Mánudaginn 20. febrúar 1989

     Guðmundur H. Garðarsson:
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir að fá að koma á undan hæstv. forsrh., en því miður gat hann ekki verið hér í kvöld. Ég lýsi ánægju minni yfir því að hann skuli vera mættur. Það var ein spurning sem ég hefði gjarnan viljað fá að leggja fyrir hæstv. forsrh. að gefnu tilefni vegna ræðu hans fyrr í umræðunni.
    Ég vildi fá það annaðhvort staðfest eða leiðrétt hvort sé rétt eftir honum haft þegar hann segir m.a. í ræðu sinni í dag að í stjórnarsáttmálanum segi að ekki skuli ráðist í meiri háttar hernaðarmannvirki en skömmu síðar í sömu ræðu segir hann eitthvað á þessa leið og það er aðalatriðið að fá það skýrt: Annað mál er hvort hæstv. utanrrh. getur leyft forkönnun. --- Ég vildi spyrja hæstv. forsrh. hvort hér var um spurningu að ræða í hans ræðu eða óbeina fullyrðingu.