Norrænn þróunarsjóður
Miðvikudaginn 22. febrúar 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn., sem prentað er á þskj. 528, um frv. til laga um norrænan þróunarsjóð.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt. Auður Eiríksdóttir, þm. Samtaka jafnréttis og félagshyggju, sat fund nefndarinnar og er samþykk áliti þessu. Undir þetta rita nefndarmenn, þ.e. Páll Pétursson, Árni Gunnarsson, Ragnar Arnalds, Kristín Halldórsdóttir, Hreggviður Jónsson, sem mætir í forföllum Inga Björns Albertssonar, fulltrúa Borgfl. í nefndinni, Matthías Bjarnason og Sigríður Hjartar.