Launavísitala
Miðvikudaginn 22. febrúar 1989

     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Á þskj. 535 liggur fyrir álit meiri hl. fjh.- og viðskn. um frv. til laga um launavísitölu.
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur meiri hl. nefndarinnar til að frv. verði samþykkt. Til viðræðna um frv. komu á fund nefndarinnar eftirtaldir aðilar: Ari Skúlason og Lilja Mósesdóttir frá ASÍ, Þórarinn V. Þórarinsson og Hannes Sigurðsson frá VSÍ, Birgir Björn Sigurjónsson frá BHMR, Þórir Daníelsson frá Verkamannasambandi Íslands, Hjörtur Eiríksson frá Vinnumálasambandi samvinnufélaga og Hallgrímur Snorrason og Gunnar Hall frá Hagstofu Íslands.``
    Undir þetta rita Páll Pétursson og Guðmundur G. Þórarinsson og Árni Gunnarsson með fyrirvara og einnig með fyrirvara Ragnar Arnalds.