Björgunarþyrla
Fimmtudaginn 23. febrúar 1989

     Kristín Halldórsdóttir:
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins taka undir þá gagnrýni sem hér hefur komið fram varðandi afgreiðslu framkvæmdarvaldsins á þeim ályktunum sem samþykktar eru á Alþingi. Það hefur lengi verið mér undrunar- og áhyggjuefni hvað samþykktum er illa sinnt og ég tel fulla ástæðu til að ræða það á Alþingi. Af því tilefni höfum við níu hv. þm. lagt fram beiðni um skýrslu frá forsrh. um þessi atriði. Ég tel sem sagt fulla þörf á að ræða það svo að allir geti komið fram með sjónarmið sín í þeim málum.