Gjöf menntmrh. til Kennarasambands Íslands
Fimmtudaginn 23. febrúar 1989

     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þær góðu undirtektir sem þessi áform ríkisstjórnarinnar hafa fengið í dag, bæði í máli hv. 2. þm. Vestf. og hv. 2. þm. Norðurl. v., svo og þakka ég þau ummæli sem fram komu frá hv. 5. þm. Vestf., formanni fjvn. Ég vænti þess að þessar undirtektir og ummæli séu öll til marks um að þingið muni að sjálfsögðu sameinast um þá skynsamlegu niðurstöðu að tengja Kennaraskólahúsið með þessum hætti til langframa kennarasamtökunum á Íslandi.