Verðbréfaviðskipti
Þriðjudaginn 14. mars 1989

     Karvel Pálmason:
    Virðulegi forseti. Ég skal ekki lengja þessa umræðu, en mig langar til að beina einni spurningu til viðskrh. Menn tala hér mikið um banka og að þeir geti veitt þjónustu úti um land. Kemur ekki sama til með að gilda að því er varðar sparisjóði? Nú eru þeir mjög víða staðsettir þannig að fólk þarf að leita þjónustu til þeirra trúlega í svipuðum efnum og til bankaútibúa eða banka. Mér fannst vanta inn í svar hæstv. ráðherra að það gilti sama um sparisjóði og banka og útibú þeirra.