Verðbréfaviðskipti
Þriðjudaginn 14. mars 1989

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Hæstv. forseti. Ég fór vafalaust nokkuð fljótt yfir sögu. Nefndi þó að ég vona orðið ,,sparisjóðir`` vegna þess að það fylgifrv. sem hér verður til umræðu á eftir fjallar bæði um viðskiptabanka og sparisjóði. Það er jafnfljótlegt að svara því sem hv. 3. þm. Vestf. spurði um og það tekur að segja já. Svarið er já. Sparisjóðir munu, ef þeir stofnsetja slík fyrirtæki, geta veitt viðskiptavinum sínum sams konar þjónustu og bankar.